Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
29.1.2008 | 17:14
Brandari dagsins
Maður getur nú stundum gengið fram af sjálfum sér með frekjuna, eða þá að " neyðin kenni naktri konu að spinna "Í vandræðum minum vegna garnskorts var mér bent á að móðir eins barnsins " míns" væri í R-vík og ég bara sendi henni SMS á stundinni og bað hana ásjár ( ég vissi svosem að það væri mér óhætt) hún brást hin BESTA við og reddaði mér svo nú get ég klárað flíkina Kærar þakkir Lena mín og Elísa . Margt er nú skemmtilegra en að þurfa að hætta við flík sem maður er að búa til vegna þess að maður fær ekki garn eða efni sem mann vantar svo þetta bjargaði þessum mánuði .
Ég las frábæran brandara um daginn : Kvensamur karl vaknaði einn sunnudagsmorgun og sá að bíllinn hans var horfinn, í vandræðum sínum heimsótti hann prestinn og bar sig upp við hann og sagði bílnum sínum hafa verið stolið . Presturinn vorkenndi karlgreyinu og sagði honum að koma til messu hjá sér eftir hádegið og þá myndi hann fara með boðorðin 10 úr stólnum og þegar kæmi að " þú skalt ekki stela " ætti karlinn að líta vel í kringum sig því hinn seki mundi áreiðanlega verða sakbitinn á svipinn og koma upp um sig.
Þegar síðan presturinn fór með boðorðin og kom að " þú skalt ekki stela " leit hann á karlinn og skyldi ekkert í því að hann hreyfði sig ekki og leit ekki upp. Eftir messuna spurði presturinn hverju þetta sætti
" ég þurfti þess ekki " sagði karlinn " þegar kom að boðorðinu " þú skalt ekki drýgja hór " þá mundi ég hvar bíllinn er .
Kaninka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2008 | 14:14
Glasastríðið mikla
"Hann fór á Akureyri í gær hann Úrban bóndi......" Alltaf gaman að skreppa á Akureyri, sérstaklega í öskuhríð og roki og á PÍNUlítilli dós. Hjálparsveitin hvað?? Annars var nú ekki svo vont nema á smákafla í Bakkaselsbrekkunni og fínt á leiðinni heim, gat losað mig við nokkrar krónur sem voru farnar að íþyngja mér ískyggilega. ég fékk þó ekki garnhespuna sem mig vantar til að klára töff kjólinn á Helgu. for helvede eða þannig.
Ein svona heimilissaga : Fyrir nærri 50 árum Stal hann Ari minn 6 glösum í gamla Vetrargarðinum í R- vík -----þá voru ungir menn eins og núna til í ýmislegt á 3. glasi--- síðan þá hefur hann alltaf drukkið kaffið sitt úr þessum glösum og enn eru eftir 3 - 4 ; Nema hvað Anna á svona glös og í gær kom einhver gestur til hennar og hún dróg fram eitt glasið og bauð kaffi þá rauk Kolbrún Halla (3. ára ) upp og byrsti sig reif glasið og hrópaði " ekki þetta glas , þetter afa glas" röggsöm sú stutta
Ekki veit ég hvort afi hennar hefur verið að innprenta henni virðingu fyrir þessum glösum sem eru vægast sagt ekki falleg og konan hans marghótað að henda, kannski hann sé að fá börnin í lið með sér í svona "glasavarnalið" ?? hvað veit ég.
Svona gengur lífið Kaninka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 22:00
Vetrarstörf ; )
Allt í einu er komin svona alvöru vetur með hríð og snjó og látum . Ekki get ég nú sagt að ég hafi saknað hans ,mér væri sko alveg sama þó ég sæi aldrei aldrei snjó .Það get ég svarið !!
það er eitt sem gerist í mínu lífi svona á að sirka einu sinni á hverjum áratug og það gerðist semsagt í morgun og kemur þá vonandi ekki fyrir aftur fyrr en svona 2019 . nógu er þetta óþægilegt. ......HVAÐ ?? Hvað kom fyrir ???
jú ég svaf yfir mig og ekki orð um það meir .
Í svona veðri er eðlilega innivera hjá okkur mér og krökkunum og til að létta mér lífið kem ég oft með að heiman eitthvað skemmtilegt föndurdót ---lesist skrappdót --- á svona dögum því þá una "allir " sér við að teikna og gata og líma og ég þarf ekki að gera neitt!! nema einn galli er á gjöf Njarðar ég fæ svo svakalega mikið af myndum gefins sem safnast í búnka og geta ekki farið í ruslakörfuna fyrr en hvert einasta barn er farið heim. Á myndirnar er svo skrifað svooo fallega til: Hagla sem er vinsælast eða Hadla eða Hala og svo stundum Halla. Yndislegt og oft er bætt við gjarnan með fallegum lit " þú ert best " Maður veltir sér upp úr allri þessari aðdáun eins og þetta sé heilagur sannleikur og vonar að litlu skinnin vitkist ekki of hratt ( að þessu leiti )
Svona er nú lífið hjá okkur Kaninka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2008 | 18:11
Þessi börn :)
Núna er puttaprjón - og hekl inn á skóladagheimilinu og við erum búin að gera þessa fínu gardinu fyrir gluggann sem vísar út í heita pottinn við sundlaugina , hún er öll puttaprjónuð/hekluð, af okkur sem erum á skóladagheimilinu og erum á aldrinum 6 -63. ( rosalega langar mig í nafn á skóladagheimilið svona eins og skjólið, hreiðrið, os.frv. en finn ekkert sem ekki er notað fyrir ) en semsagt við vorum að hekla með puttunum og krökkunum fannst ég vera fljót
" hvernig geturðu heklað svona hratt?" var spurt
" nú ég er orðin fullorðin og hef þessvegna gert þetta svo oft , þá verður maður svona fljótur " svaraði ég.
"neei það held ég ekki" sagði einn 6 ára ákveðinn. " Þú hlýtur að hafa lært þetta hjá Siggu þegar ÞÚ varst lítil !!"
" ha !! "
" já Sigga kennir sko textilmennt "
þar hafði ég það en vel að merkja það er talsverður aldursmunur á okkur Siggu önnur er 63 og hin rúmlega 40 og það er semsagt ekki Sigga sem er 63. Þau eru oft óborganleg þessi börn ekki satt ??
svona er lífið Kaninka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2008 | 10:58
Peningar eru ( ekki) allt
Þá er maður bara komin með bloggvin Ég sem ætlaði svosem aldrei að blogga neitt..bara halda þessu svona opnu ....Ég held þú verðir nú fyrir vonbrigðum Muse mín . Það verður eflaust fátt spennandi hér. en aldrei að vita !
Annars er ég núna að velta mér upp úr siðleysi stjórnmálamanna, bæði lands- og bæjarpólitíkusa, skömm að þeim, nú eru þeir sem ráða þessum bæ búnir að taka þá ákvörðun að hækka eigin laun um tugi prósenta, vááá! getur maður orðið dáldið reiður, ég vinn nú sjálf hjá bænum og ég hef lúsarlaun ,undir framfærsluviðmiði og tek aftur fram að ég er að vinna . Ég var líka í nefnd hjá bænum fyrir fáum árum og mér fannst aukalaunin sem ég fékk fyrir hvern nefndarfund bara vera ágætis bónus fyrir að sitja og kjafta svolítið og taka ákvarðanir um hvað annað fólk ætti að gera.
Svo ég get ekki ímyndað mér annað en fólkið sem er í bæjarstjórn og sækir fjölda funda í allskonar nefndum og fær að auki fast kaup hafi alveg nóg. Það verða þá varla vandræði með að borga mínum líkum mannsæmandi laun !
Eeen ég hef líka setið í samninganefnd um launakjör og það skritna er að þá ,einmitt þá eru alls engir peningar til kjarabóta EINKENNILEGT að það skuli alltaf hittast þannig á.
Nú er einmitt " Samningavetur" og hvað gerist ENGIR FJÁRMUNIR TIL" í landinu öllu . nema fyrir bæjarstjórnendur . og örugglega líka alþingismenn.
Talandi um klúðrið í borgarstjórn R-víkur Hvernig er það erum við ekki að borga tveim bæjarstjórum laun, var ekki samið um biðlaun við fyrrverandi sem hljóp í burt þegar grasið varð grænna.....
Þetta varð nú meira rausið ,en svona er lífið.
kveðja Kaninka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2008 | 15:18
Nýtt ár 2008
Jólin að verða búin og Komið nýtt ár,
Búin að opna nýja bloggsíðu !!...konan sem getur ekki skilið af hverju fólk þarf að vera að opinbera hugsanir og tilfinningar á veraldarvefnum en svona er lífið. Aldrei gægt að vita hvað það ætlar manni.
Aðallega er þetta þó gert vegna þess að ég þarf alltaf að vera að skipta mér af og sletta mér fram í hjá öðru fólki, ég þarf helst að vera skráð á bloggið til að commenta á aðra svo svona er þetta bara
ekkert nema afsakanir !!
En í morgun lauk þráðu jólafríi sem var nú orðið alveg nógu langt maður var bara lagstur í ómennsku , leti og áts. Svo nú var nóg komið.
ég fer að vinna aftur eins og í fyrravetur. við stuðningskennslu fyrir hádegi og svo með skóladagheimilið -eins og verið hefur -eftir hádegið það er fínt því ekki lifir maður lengi á sléttum 100.000 kallinum ( og tæplega þó ) lengi !!
Annars voru jólin bara góð nóg að bíta og brenna og mikil samvera með skemmtilegu fólki = fjölskyldunni.
en nú eru flestir roknir út í buskann . Út á sjó suður í R-vík og í skólana sína.
Svona er nú lífið kveðja Kaninka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar