Brandari dagsins

Maður getur nú stundum gengið fram af sjálfum sér með frekjuna, eða þá að " neyðin kenni naktri konu að spinna "Í vandræðum minum vegna garnskorts var mér bent á að móðir eins barnsins " míns" væri í R-vík og ég bara sendi henni SMS á stundinni og bað hana ásjár ( ég vissi svosem að það væri mér óhætt)  hún brást hin BESTA við og reddaði mér svo nú get ég klárað flíkina Kærar þakkir Lena mín og Elísa . Margt er nú skemmtilegra en að þurfa að hætta við flík sem maður er að búa til vegna þess að maður fær ekki garn eða efni sem mann vantar svo þetta bjargaði þessum mánuði .

Ég las frábæran brandara um daginn : Kvensamur karl  vaknaði einn sunnudagsmorgun og sá að bíllinn hans var horfinn, í vandræðum sínum heimsótti hann prestinn og bar sig upp við hann og sagði bílnum sínum hafa verið stolið . Presturinn vorkenndi karlgreyinu og sagði honum að koma til messu hjá sér eftir hádegið og þá myndi hann fara með boðorðin 10 úr stólnum og þegar kæmi að " þú skalt ekki stela " ætti karlinn að líta vel í kringum sig því hinn seki mundi áreiðanlega verða sakbitinn á svipinn og koma upp um sig.

Þegar síðan presturinn fór með boðorðin og kom að  " þú skalt ekki stela " leit hann á karlinn og skyldi ekkert í því að hann hreyfði sig ekki og leit ekki upp. Eftir messuna spurði presturinn hverju þetta sætti

" ég þurfti þess ekki  " sagði karlinn " þegar kom að boðorðinu " þú skalt ekki drýgja hór " þá mundi ég hvar bíllinn er . LoL    000201C1
 

Kaninka 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kaninka

hæ erum að prófa.

Kaninka, 2.2.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kaninka
Kaninka
Allt sem kona á góðum aldri getur verið  

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • Aqua1
  • 20050407222417 0.gif
  • 5-703037
  • 6-703091
  • stjarna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband