Kirkjuferð

Ég var að koma úr messu. sem skeður nú ekki oft --því miður-- En þar sem standa fyrir dyrum 3 fermingar í barnahópnum er eins gott að standa sig í trúariðkuninni.

Ekki það  ég lít nú svo á að maður þurfi ekki að fara í kirkju til þess, ég finn nú eiginlega betur fyrir nærveru guðs míns úti í náttúrunni t.d. fram á " heiði " í glampandi sól eða í hörku frosti þegar allt glampar og geislar. Eða bara í Draumalandi. 

En í dag voru frænkurnar Margrét Hildur " mín" og Guðbjörg "hans " Óla bróður að lesa upp í kirkjunni og fórust það vel stúlkunum þó textinn væri þvílíkur tungubrjótur,  það hlýtur að hafa verið erfitt að lesa texta sem þú skilur ekki nema 3. hvert orð. En þær lásu semsagt með sóma allann textann.

 

 

3 004
 

 

Talandi um Draumaland þá var ég að fá rukkun um skatta og skyldur þar og enn stendur bara  -- land númer þetta í sveitarfélaginu Skagafirði -- ég sem lagði heilmikið á mig í sumar til að fá nafnið Draumaland skráð  og meira að segja FÉKK að borga fyrir  ég ætla nú að bíða og sjá svolítinn tima áður en ég verð brjáluð, þetta fer nú samt í taugarnar á mér

Lika finnst mér nú bara fyndið að vera alltaf rukkuð um SORPEYÐINGAGJALD  þar sem aldrei er losað hjá okkur sorp af neinu tagi og við förum með þennan haldapoka af rusli sem til fellur eftir dvölina hvert sinn , með okkur heim.

En svona er nú víst lífið.

KANINKA

 

--


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, ég vona að Margrét blessunin hafi ekki verið mjög þreytt...þetta var svo flott hjá henni í gær, heyrði hana aðeins æfa sig. 

Pirrandi þetta með nafnið, draumaland er svo sannarlega skemmtilegra nafn en eitthvað númer mín kæra. Láttu þá heyra það þarna í Skagafirðinum.  Og þetta með sorphirðugjaldið er nú alveg furðulegt...

alva (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kaninka
Kaninka
Allt sem kona á góðum aldri getur verið  

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • Aqua1
  • 20050407222417 0.gif
  • 5-703037
  • 6-703091
  • stjarna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband