Fotbolti !

hef litinn tima  svo bara ad segja ykkur ad herna er allt gott vid forum i leidangur i gaer til ad leita ad markadi sem er her i grenndinni 2 i viku en vid fundum aldrei tennan markad , forum i stadinn nidur ad hofninni og voldum okkur snekkju ur urvalinu sem tar var , fengum okkur svo bjor til ad halda upp a tad ad eiga svona fjari fallega snekkju. tegar vid forum heim aftur maettum vid tessum leidinda thjodverjum i hudrada ef ekki thusundatali a leid nidur ad strondinni til ad horfa a einhvern merkilegan leik altso thiskaland / portugal , allan daginn og alla nottina var songurinn um baeinn ,eins og brimid vid Blonduos a undan ovedri. rosalega skritid ad hlusta a en venst eins og flest.

I dag aetlum vid svo til Palma ad skoda domkirkjuna fraegu og fara a eins fraegan avaxtamarkad en fyrst aetlum vid ad hitta fararstjorann og spyrja til vegar a markadinn....ekki haaegt ad fara hedan an thess ad hafa labbad i gegnum markad.Wink

kvedja KANINKA

PS. Prjonaskapurinn gengur bara velGrin

 


Gleymdi einu i gaer

thegar eg var ad bisnast yfir ( fann ypsilonid ) fotboltanum i gaer gleymdi eg ad vera Pollianna og segja fra thvi hvad hann Ari er gladur yfir ollun risaskjaunum sem eru allsstadar a ollum veitingastodum ollum hotelum. allsstadar .Smile  thar getur hann setid og fylgst med ollum leikjunum nanast beint i aed med oskrandi thjodverja allt i kring .Eg bara horfi a folkid a medan og hef alika gaman af.

Annars gerdist eg betlari i gaer ( fljot ad laera sidi og venjur innfaeddra) vid hofum haft svolitil kynni af maedgum sem her eru med 2 born og i gaer sa eg ad su eldri var ad prjona vid sundlaugina svo eg sveeif a hana til ad spyrja hvort hun hefdi keypt prjona einhversatadar herna en malid endadi med thvi ad hun gaf mer prjona sem hun var med auka, eg var nefnilega med fullt af garni en gleymdi ad setja prjonana nidur. Vel af ser vikid ekki satt?

Litid meira ad fretta hedan i bili

kvedja KANINKA

 


hALLO hALLO

Hallo .Hvad haldid tid ad hafi gerst i dag, ju eg vann Ara i golfi reindar bara i minigolfi og reindar bara sidasta hringinn en eg vann hann samt

En hedan ur solinni er allt gott ad fretta vid lentum reindar i hremmingum tegar vid komum tvi eftir 2gja solarhringa ferdalag og loksins komin a leidarenda vard okkur svo mikid um ad sja herbergid / ibudina sem okkur var uthlutad , hefdum vid tekid flugid beint heim ef vid hefdum getad, ibudin var reindar mjog fin en stadsetningin DROTTINN MINN  herna eru 2 gja haeda hus biggd i ferhirning utanum " gard" sem er svona ca 6 fm. svona helmingurinn af stofunni minni , og tar innst inni i horni a jardhaed var svo tessi ibud tar var nanast mirkur allan daginn og skifti litu hvor var dregid fra gluggum eda ekki vid vorum tarna i solarhring og tad sast aldrei til solar. og haldid tid ekki ad fruin hafi mannad sig upp i ad kvarta ja einmitt eg sjalf!! sem tarf nu mikid til. Herramadurinn i mottokunni setti upp " fallegan" svip og a endanum sindi hann okkur herbergi sem vid gaetum fengid og var tad nu sinu verra en ibudin sem vid hofdum ...tar gat madur ekki einu sinni hugsad tad var svo litid. Vid akvadum ad setja malid i nefnd og toludum vid fararstjorann sem reddadi malinu og nu erum vid i samskonar ibud , a annari haed og med sidegissolina a svolunum ,ALLT ANNAD MAL:

Nu fer fram evropumot i fotbolta eins og " allir" vita og baerinn herna er fullur og ta meina eg fullur af tiskum ( dutche ) fotbolta"bullum og annad eins filleri hef eg bara ekki ordid vitni ad rosalega var gott ad teir skildu ekki vinna Kroatana !!! teir ganga um singjandi og gargandi svo tad er eins og madur se stodugt a fotboltavelli og teir eru vaegast sagt leidinlegir er vildi ekki vera med litil born herna nuna. en annars er bara allt gaman  Forum til Palma a morgun

verd ad haetta peningurinn buinn kv. KANINKA

 

PS: TOLI EKKI UTLENT LIKLABORD!


Gæsir

Það var dálítið fyndin fréttin í sjónvarpinu áðan.

Haldið þið ekki að gæsirnar við Kárahnjúka séu bara búnar að verpa þrátt fyrir lón og Ómar og allt. Fullt af fólki að rannsaka hátterni gæsanna og flestir mjög undrandi  ? eða hvað?

Af hverju var ég ekki spurð Grin  ég sem var að vinna á Eyvindarstaðaheiðinni þegar Blöndulón fylltist  og þá hafði verið sama umræðan um " Aumingja " gæsirnar . .. En viti menn þær verptu líka þar eftir  Virkjun.  Og þeim fjölgaði bara ef eitthvað var. Svei mér þá  ef þær gátu ekki bara fært sig til.

Skrítið.!!

Alla vega mér finnst fyndið eða grátbroslegt hvað margir virðast með Alzheimer í  háum embættum  og muna ekkert stundinni lengur.

En ef þeir  ( þau ) gætu lært af reynslunni þá náttúrlega þyrfti ekki eins margar nefndir og rannsóknarteimi og þá  fengju ekki eins margir sponsluna sína fyrir að finna upp hjólið

, er það ekki heila málið ??

kv. kaninka 


KOMIN AFTUR : )


Djííí !!       hvað það er langt síðan ég hef bloggað , það virðist bara ekki eiga við mig , þessi tjáningarmáti ég er svo meðvituð um að allir geti lesið það sem ég skrifa að það heldur aftur af mér. Ekki svoleiðis að það hafi ekki stöðugt verið eitthvað að ske sem ég hefði getað bloggað um eeen Errm  ég veit ekki. ?

Það eru búnar 2 fermingar sem gengu aldeilis vel ,  mikil gleði og hamingja þar .Smile

svo eru erfið veikindi í fjölskyldu og vinahóp, ekki gleði þar Woundering

 Mjög mjög margt í samfélaginu sem er að ergja mann Angry

En nú er  komið sumarfrí og Mallorca framundan eftir 3 daga og ég hef nú haft þann sið að skrifa um það sem á dagana drífur á meðan við erum úti ... ef ég kemst í netaðgang.. sem verður eflaust núna.

Við verðum á góðu 4 stjörnu hóteli í þetta sinn stutt frá þar sem við vorum í hittifyrra og erum aldeilis búin að græða undanfarnar vikur því við keyptum 1/2 fæði  ( morgun og kvöldmat ) þegar við bókuðum  og borgðum þannig að hækkun evrunar hefur engin áhrif á hvð við borðum í ferðinni . við erum sem sagt seif með að fá að borða og komast aftur heim sama hver dýrtíðin verður.

Alltaf gott að vera viss

Og einn plúsinn enn við verðum rétt við MINIGOLFIÐ flotta sem Ari og reyndar líka frúin voru svo hrifin af síðast ,Það er algjört æði !!

Núna er maður bara að láta sig hlakka til

 

Þangað til næst kv. KANINKA 

 

 

Aqua1

 

 


Gleðilega Páska

5-703037

 6-703091

 Hafið þið séð nokkuð svona sætt lengi Hvolpar og grís sem eiga sömu " mömmu" 

 

Kv KANINKA 


Fermingar og ferðalög

Ótrúleg bloggleti er þetta nú," kann'ún ekki að skammast sín það svín fallera".

Annars líða nú dagarnir hratt hjá ungri konu á mínum aldri, áður en varir komið sumar ,og þá er til margs að hlakka við förum til Mallorka---sem er algjörlega mitt uppáhald---  í byrjun júni tíminn verður nú fljótur að líða þangað til enda mikið framundan .FERMINGAR það á að fara að ferma 2 af litlu stúlkunum mínum sem fæddust í fyrradag eða það finnst mér og svo eitt svona ská barnabarn líka svo það verður nóg að gera við að borða og skemmta sér . 

Við vorum reyndar að fá bréf frá ferðaskrifstofunni þar sem þeir tilkynna heilmikla hækkun á ferðinni i sumar en gefa okkur þó kost á að borga hana upp strax þá losnum við við hækkunina mér finnst það nú bara " sætt" af þeim maður hefur nú heyrt heldur betur af falli íslensku krónunnar evran komin í 119 kr. hefur yfirleitt verið svona milli 80 -90 kr. það munar um það . Það verður doldið dýrt að lifa þarna úti núna en við vorum svo heppin að kaupa aldrei þessu vant 1/2 fæði  í  þessari ferð, ógó vorum við snjöll þar  

Dálítið fyndið að báðar fermingarstelpurnar mínar fóru að kaupa sér fermingarföt fyrir síðustu helgi önnur fór til Akureyrarog hin til Reykjavíkur  ooog þær völdu sér nærri alveg eins kjóla án nokkurs samráðs kannski er smekkurinn bara í genunum 

 

Smá fréttir af Kolbrúnu Höllu . Þegar hún er hjá ömmu og aranum sínum finnst henni gaman að sitja í lazy-boy stólnum fyrir framan sjónvarpið og horfa á Bamba eða Stitch og láta þjóna sér, eitt sem hún biður alltaf um er "duddu mína"  en þar sem verið er að reyna að minnka duddunotkun --- því stúlkan er orðin svo stór ---  hafði hún allan varann á í gær þegar hún var sest í stólinn því hún tilkynnti

" amma núna er ég ekki stór, ég er bara lítil og ÉG VIL FÁ DUDDU MÍNA " og ekkert múður. Getur maður neitað þessu ?? nei það held ég ekki.

við fórum á leikritið á föstudaginn og lengdum lífið heil ósköp því við hlógum  stanslaust--með smá hléum -- í tvo klukkutíma mjööög gott hjá þeim . 

Þetta heitir nú að vaða úr einu í annað og læt ég hér staðar numið.

                                                                              stjarna

kveðja      KANINKA 

 

 


Hvar voru þeir !

Óskaplega er gott að sjá hvernig birtir með hverjum deginum. Maður labbar í orðið vinnuna á morgnana í björtu, það hressir geðið ósegjanlega,ég er ein af þeim sem þola alls ekki skammdegið verð bara fúl og leið.

Fröken prinsessa Kolbrún Halla gerir það gott þessa dagana ,nú er verið að reyna að fá hana til að hætta með bleiju ( tími til kominn barnið orðið 3. ára segir amman ) Hún er ekki alveg á þvi og hverfur út í horn þegar mikið er á leiðinni í bleijuna ,kemur svo galvösk til baka og segist vera búin  að    kúka.  " skitta á mér !!"

Brynja vinkona hennar á leikskólanum setur hana á kopp reglulega og ef eitthvað kemur fær hún límmiða, fyrst var prinsessan mjög upp með sér og  heimtaði slíkt hið sama hérna hjá ömmu ---sem hún náttúrlega fékk --. svo fór nú að dofna yfir þessari nýung og núna á dögunum þegar Brynja var að útmála fyrir henni hvað hún fengi fallegan límmiða ef hún yrði dugleg svaraði Prinsessan :

" Hú mátt bara eiann sjálf !"  GÓÓÓÐ

 

Djöö ! var ég fúl út í stjórnendur bæjarins á föstudaginn ( einu sinni einu sinni enn ) Samkaup opnaði  þá nýja stórglæsilega verslun og héldu  hátíð ,færðu bænum stórgjafir og ég veit ekki hvað .þarna urðu yfirvöld bæjarins sér og okkur hinum bæjarbúum einu sinni enn til minkunnar. ekki sáu þeir sér fært að standa upp í hófinu og óska til hamingju --- og  lýsa ánægju okkar með að þeir skuli vilja gera svona vel við okkur það er ekki sjálfgefið að hér sé lágvöruverslun ekki hafa aðrar slíkar séð sér fært að stunda hér verslun. ---  Ég tel nú ekki með þó leikskólastjórinn hafi þakkað fyrir sig og sína þegar hún tók við peningunum það var auðvitað sjálfsagt en eins sjálfsagt hefði verið að bæjarstjórinn eða forsetarnir  annar hvor hefðu opnað á sér trantinn til annars en að borða tertur í boði Samkaupa. 

Svona hlutir finnst mér alltaf vera að ske hérna

Nóg komið í bili en líka nóg eftir í sarpinum kannski kemur það seinna.

kveðja

Kaninka 


LASIN OG TÖLVULAUS

Ömurlega er ég " búin " að vera veik MAÐUR MINN Devil hef ekki svona veik í áratug held ég . oj sprut sprut ( þetta þýðir að ég  frussa á svona lagað.

 Ég vaknaði svona á þriðjudagsmorgun þegar Við vorum að fara suður til læknis. ekki mjög gaman að fara í langa bílferð en við komumst báðar leiðir. Og síðan er ég bara búin að liggja bakk og er ekki enn orðin góð og ekki nóg með það ég fékk þessa líka viðbjóðslegu sýkingu í fingur alveg upp úr þurru, engin skrama eða nokkuð sem getur skýrt það en samt er nöglina að grafa burt af þumalputtanum líklega verð ég nú að tala við einhvern doktorinn ( ef einhver er eftir ) á morgun. 

Annars er vikan búin að vera ömurleg á fleiri sviðum . Einn af okkar bestu vinum fékk úrskurð um að hann ætti skammt eftir ólifað og ekkert hægt að gera fyrir hann guð gefi að hann geti verið heima sem  lengstan þann tíma.

ég held það sé best að hætta þessu voli og reyna að safna sér einhverju gleðilegu til að hressa geðið. 

kveðja 

KANINKA 


MÖMMUSÖNGUR

Ég hélt ég mundi pissa á mig ég hló svo mikið  þegar ég hlustaði á þetta. SNILLD!!!LoL

http://www.youtube.com/watch?v=uFYcmZEOvW4

 

KANINKA


Næsta síða »

Höfundur

Kaninka
Kaninka
Allt sem kona á góðum aldri getur verið  

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • Aqua1
  • 20050407222417 0.gif
  • 5-703037
  • 6-703091
  • stjarna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 157

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband