Hvar voru þeir !

Óskaplega er gott að sjá hvernig birtir með hverjum deginum. Maður labbar í orðið vinnuna á morgnana í björtu, það hressir geðið ósegjanlega,ég er ein af þeim sem þola alls ekki skammdegið verð bara fúl og leið.

Fröken prinsessa Kolbrún Halla gerir það gott þessa dagana ,nú er verið að reyna að fá hana til að hætta með bleiju ( tími til kominn barnið orðið 3. ára segir amman ) Hún er ekki alveg á þvi og hverfur út í horn þegar mikið er á leiðinni í bleijuna ,kemur svo galvösk til baka og segist vera búin  að    kúka.  " skitta á mér !!"

Brynja vinkona hennar á leikskólanum setur hana á kopp reglulega og ef eitthvað kemur fær hún límmiða, fyrst var prinsessan mjög upp með sér og  heimtaði slíkt hið sama hérna hjá ömmu ---sem hún náttúrlega fékk --. svo fór nú að dofna yfir þessari nýung og núna á dögunum þegar Brynja var að útmála fyrir henni hvað hún fengi fallegan límmiða ef hún yrði dugleg svaraði Prinsessan :

" Hú mátt bara eiann sjálf !"  GÓÓÓÐ

 

Djöö ! var ég fúl út í stjórnendur bæjarins á föstudaginn ( einu sinni einu sinni enn ) Samkaup opnaði  þá nýja stórglæsilega verslun og héldu  hátíð ,færðu bænum stórgjafir og ég veit ekki hvað .þarna urðu yfirvöld bæjarins sér og okkur hinum bæjarbúum einu sinni enn til minkunnar. ekki sáu þeir sér fært að standa upp í hófinu og óska til hamingju --- og  lýsa ánægju okkar með að þeir skuli vilja gera svona vel við okkur það er ekki sjálfgefið að hér sé lágvöruverslun ekki hafa aðrar slíkar séð sér fært að stunda hér verslun. ---  Ég tel nú ekki með þó leikskólastjórinn hafi þakkað fyrir sig og sína þegar hún tók við peningunum það var auðvitað sjálfsagt en eins sjálfsagt hefði verið að bæjarstjórinn eða forsetarnir  annar hvor hefðu opnað á sér trantinn til annars en að borða tertur í boði Samkaupa. 

Svona hlutir finnst mér alltaf vera að ske hérna

Nóg komið í bili en líka nóg eftir í sarpinum kannski kemur það seinna.

kveðja

Kaninka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er líka eini staðurinn á landinu ,þar sem er verið að endurgera búðir sem bæjarstjórn færir EKKI búðini blóm við opnun!!!!!! (t.d búið að opna á grundarfirði, bifröst , laugavatni,ofl þetta var 12 búðin) afhverju það??

ANNA (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 20:34

2 identicon

ja hérna, þetta er til skammar, vonandi hugsunarleysi og reynsluleysi hjá bæjarstjóranum en að hinir reynsluboltarnir skyldu ekki kveikja á perunni....það er fáráanlegt. Kolbrún Halla flott á því, lætur ekki skipta við sig á skít og límmiðum, sem eru annars voða góð skipti fyrir hana...hehe 

alva (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ég missti nú af þessari hátíð en ég er alveg sammála þér um að þetta sé í það minnsta alveg fáránlegt... 

Rannveig Lena Gísladóttir, 10.3.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kaninka
Kaninka
Allt sem kona á góðum aldri getur verið  

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • Aqua1
  • 20050407222417 0.gif
  • 5-703037
  • 6-703091
  • stjarna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 194

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband