Fermingar og ferðalög

Ótrúleg bloggleti er þetta nú," kann'ún ekki að skammast sín það svín fallera".

Annars líða nú dagarnir hratt hjá ungri konu á mínum aldri, áður en varir komið sumar ,og þá er til margs að hlakka við förum til Mallorka---sem er algjörlega mitt uppáhald---  í byrjun júni tíminn verður nú fljótur að líða þangað til enda mikið framundan .FERMINGAR það á að fara að ferma 2 af litlu stúlkunum mínum sem fæddust í fyrradag eða það finnst mér og svo eitt svona ská barnabarn líka svo það verður nóg að gera við að borða og skemmta sér . 

Við vorum reyndar að fá bréf frá ferðaskrifstofunni þar sem þeir tilkynna heilmikla hækkun á ferðinni i sumar en gefa okkur þó kost á að borga hana upp strax þá losnum við við hækkunina mér finnst það nú bara " sætt" af þeim maður hefur nú heyrt heldur betur af falli íslensku krónunnar evran komin í 119 kr. hefur yfirleitt verið svona milli 80 -90 kr. það munar um það . Það verður doldið dýrt að lifa þarna úti núna en við vorum svo heppin að kaupa aldrei þessu vant 1/2 fæði  í  þessari ferð, ógó vorum við snjöll þar  

Dálítið fyndið að báðar fermingarstelpurnar mínar fóru að kaupa sér fermingarföt fyrir síðustu helgi önnur fór til Akureyrarog hin til Reykjavíkur  ooog þær völdu sér nærri alveg eins kjóla án nokkurs samráðs kannski er smekkurinn bara í genunum 

 

Smá fréttir af Kolbrúnu Höllu . Þegar hún er hjá ömmu og aranum sínum finnst henni gaman að sitja í lazy-boy stólnum fyrir framan sjónvarpið og horfa á Bamba eða Stitch og láta þjóna sér, eitt sem hún biður alltaf um er "duddu mína"  en þar sem verið er að reyna að minnka duddunotkun --- því stúlkan er orðin svo stór ---  hafði hún allan varann á í gær þegar hún var sest í stólinn því hún tilkynnti

" amma núna er ég ekki stór, ég er bara lítil og ÉG VIL FÁ DUDDU MÍNA " og ekkert múður. Getur maður neitað þessu ?? nei það held ég ekki.

við fórum á leikritið á föstudaginn og lengdum lífið heil ósköp því við hlógum  stanslaust--með smá hléum -- í tvo klukkutíma mjööög gott hjá þeim . 

Þetta heitir nú að vaða úr einu í annað og læt ég hér staðar numið.

                                                                              stjarna

kveðja      KANINKA 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helguráð

Sæl Halla mín

Gaman að vera búin að finna síðuna þína.  Já það verður nóg að gera í fermingum, ég er bara í sjokki yfir því að Margrét og Eyþór skulu fermast á sama degi í sitthvoru sveitarfélaginu, ekki að fíla það en það verður nú samt að vera svo.  Farðu nú vel með þig.

Þuríður Helga

Helguráð, 18.3.2008 kl. 22:58

2 identicon

Gleðilega páska

alva (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kaninka
Kaninka
Allt sem kona á góðum aldri getur verið  

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • Aqua1
  • 20050407222417 0.gif
  • 5-703037
  • 6-703091
  • stjarna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 194

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband