Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

MÖMMUSÖNGUR

Ég hélt ég mundi pissa á mig ég hló svo mikið  þegar ég hlustaði á þetta. SNILLD!!!LoL

http://www.youtube.com/watch?v=uFYcmZEOvW4

 

KANINKA


Sérnöfn eða Samnöfn ??

Það er nú lítið að gerast hér á bæ sem er þess virði að segja frá , sumrinu frá í fyrradag lokið og kominn snjór yfir allt.

Kolbrún Halla er endalaus uppspretta hláturs og gleði ( þó barnið sé að springa úr sjálfstæði / frekju ) hún talar alltaf um og við afa sinn með skírnarnafni, " er Ari að ekki heima " segir hún kannski og maður leiðréttir hana " Afi ! " " Jááá ??" svarar hún og heyrir engan mun og skilur ekki þessa eilífu endurtekningu sem truflar bara frásagnir hennar. svo  eina helgina fór Þórunn Hulda með afa sínum í sveitinni suður til pabba síns.  Ég spurði K.H. hvar Þórunn væri " hún fór með Ara sínum " var svarið. Grin  og í dag var prinsessan að skoða bókina um Heiðu  og sýndi forsíðuna þar sem voru  " Heiða og Arinn hennar "að sögn    LoL sem sagt hlátur og meiri hlátur . Það endar með að maður verður allt of gamall með þessu áframhaldi --aka hláturinn lengir lífið--.

Ég á 4 kanínur. 2 sem eru inni og lifa í vellistingum og  komast upp með að sóða allt út.

Og síðan 2 sem eru hafðar úti  og í hvert sinn sem kemur svona kulda / snjóa skot fæ ég logandi samviskubit yfir meðferðinni á þeim , og í hvert sinn virðist þeim sko alveg sama  , kuldinn bítur ekkert á þær og þær njóta bara samviskubits míns út í æsar því þá er ég endalaust að gefa þeim eitthvað gott að éta

Ég er reyndar alltaf að hugsa um að losa mig við þær en í hvert skifti sem ég finn pláss fyrir þær tími ég ekki að láta þær Þetta er náttúrlega bilun Blush

Svo er ég alveg að springa á limminu --að fá mér aldrei aftur hund--Haldið þið ekki að einn samstarfsmaður minn eigi " von á " hvolpum djíí hvað það verður erfitt MAÐUR "

      !beagle2beagle1

Haldið þið að það væri kannski nóg að búa til einn svona, ég gæti kannski sett inn í hann svona spangól ? 

    Nei ég held ekki að það dugi

 

     

               Kveðja       

     KANINKA
 


Sumar ???

Það held ég að þorrablótið tækist vel .Góð mæting og allir glaðir krakkarnir sáu um skemmtiatriði að vanda það voru brandarar, Margrét flutti frumsamið ljóð sem hún orti í tilefni dagsins svo var tískusýning þar sem Kolbrún Halla gjörsamlega brilleraði, Hún var fyrst norn með tilheyrandi urri og klóri út í loftið , svo var hún kisa og henni stökk ekki bros meðan allir aðrir voru að míga á sig af hlátri. hún var óborganleg barnið set inn myndir af því seinna.  Úti var nægur snjór til að eldri krakkarnir gátu rennt sér á þotum og sleðum og skemmtilegast var að renna sér yfir auðan hól sem stóð upp úr snjónum  og útgangurinn á grísunum á eftir djísusss  Whistling

Í dag er þvílík sumarblíða að maður kemst bara í vorfíling...kanski fullsnemmt samt....  Ég held hitinn sé um 8' og allt að þorna úti sem er nú fyrir mestu því bleytan var orðin skelfileg.

Ég sit hér í vinnunni .það eru löngu frímínútur og ég bíð eftir næstu nemendum til mín.  Stundum fæ ég hingað niður til mín krakka sem koma ekki alla jafna en þurfa smá " skúbb" þá gerist oft svolítið fyndið  því sá sem er svona " aðal" minn verður svo afbríðisamur og ég þarf heilmikið að tala hann til og oftast endar sagan vel en þó ekki alltaf frekar en aðrar sögur.

Og núna eru þeir að koma blessaðir strákarnir svo bless í bili

 

KANINKA.

 

 


Þorrablót .. Þorrablót

Nú er tími þorrablótanna eins og allir vita ...ég fór á eitt slíkt í gær þar var nú ekkert drukkið sterkara en  egils kristall og enginn dansinn en brandararnir maður minn þeir fuku sko LoL
og gleðin eftir því .

Þetta var semsagt 5. bekkjar þorrablót og allir yngri en 12 ára fluttu skemmtiatriði það var söngvakeppni, og brandarakeppni og gátur og sögur og og bara allt sem er skemmtilegt.

Þórunn Hulda vann meira að segja brandarakeppnina með frábærum páfagauksbrandaraWink

þorrablót 006

En um helgina förum við svo á " stórfjölskyldublót " þar sem hittumst við  systkinin og allir okkar afkomendur sem tök hafa á , ef að vanda lætur verður gg gaman  vonandi komast sem flestir .

Bestu kveðjur KANINKA 


Kirkjuferð

Ég var að koma úr messu. sem skeður nú ekki oft --því miður-- En þar sem standa fyrir dyrum 3 fermingar í barnahópnum er eins gott að standa sig í trúariðkuninni.

Ekki það  ég lít nú svo á að maður þurfi ekki að fara í kirkju til þess, ég finn nú eiginlega betur fyrir nærveru guðs míns úti í náttúrunni t.d. fram á " heiði " í glampandi sól eða í hörku frosti þegar allt glampar og geislar. Eða bara í Draumalandi. 

En í dag voru frænkurnar Margrét Hildur " mín" og Guðbjörg "hans " Óla bróður að lesa upp í kirkjunni og fórust það vel stúlkunum þó textinn væri þvílíkur tungubrjótur,  það hlýtur að hafa verið erfitt að lesa texta sem þú skilur ekki nema 3. hvert orð. En þær lásu semsagt með sóma allann textann.

 

 

3 004
 

 

Talandi um Draumaland þá var ég að fá rukkun um skatta og skyldur þar og enn stendur bara  -- land númer þetta í sveitarfélaginu Skagafirði -- ég sem lagði heilmikið á mig í sumar til að fá nafnið Draumaland skráð  og meira að segja FÉKK að borga fyrir  ég ætla nú að bíða og sjá svolítinn tima áður en ég verð brjáluð, þetta fer nú samt í taugarnar á mér

Lika finnst mér nú bara fyndið að vera alltaf rukkuð um SORPEYÐINGAGJALD  þar sem aldrei er losað hjá okkur sorp af neinu tagi og við förum með þennan haldapoka af rusli sem til fellur eftir dvölina hvert sinn , með okkur heim.

En svona er nú víst lífið.

KANINKA

 

--


Höfundur

Kaninka
Kaninka
Allt sem kona á góðum aldri getur verið  

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • Aqua1
  • 20050407222417 0.gif
  • 5-703037
  • 6-703091
  • stjarna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband