Sérnöfn eða Samnöfn ??

Það er nú lítið að gerast hér á bæ sem er þess virði að segja frá , sumrinu frá í fyrradag lokið og kominn snjór yfir allt.

Kolbrún Halla er endalaus uppspretta hláturs og gleði ( þó barnið sé að springa úr sjálfstæði / frekju ) hún talar alltaf um og við afa sinn með skírnarnafni, " er Ari að ekki heima " segir hún kannski og maður leiðréttir hana " Afi ! " " Jááá ??" svarar hún og heyrir engan mun og skilur ekki þessa eilífu endurtekningu sem truflar bara frásagnir hennar. svo  eina helgina fór Þórunn Hulda með afa sínum í sveitinni suður til pabba síns.  Ég spurði K.H. hvar Þórunn væri " hún fór með Ara sínum " var svarið. Grin  og í dag var prinsessan að skoða bókina um Heiðu  og sýndi forsíðuna þar sem voru  " Heiða og Arinn hennar "að sögn    LoL sem sagt hlátur og meiri hlátur . Það endar með að maður verður allt of gamall með þessu áframhaldi --aka hláturinn lengir lífið--.

Ég á 4 kanínur. 2 sem eru inni og lifa í vellistingum og  komast upp með að sóða allt út.

Og síðan 2 sem eru hafðar úti  og í hvert sinn sem kemur svona kulda / snjóa skot fæ ég logandi samviskubit yfir meðferðinni á þeim , og í hvert sinn virðist þeim sko alveg sama  , kuldinn bítur ekkert á þær og þær njóta bara samviskubits míns út í æsar því þá er ég endalaust að gefa þeim eitthvað gott að éta

Ég er reyndar alltaf að hugsa um að losa mig við þær en í hvert skifti sem ég finn pláss fyrir þær tími ég ekki að láta þær Þetta er náttúrlega bilun Blush

Svo er ég alveg að springa á limminu --að fá mér aldrei aftur hund--Haldið þið ekki að einn samstarfsmaður minn eigi " von á " hvolpum djíí hvað það verður erfitt MAÐUR "

      !beagle2beagle1

Haldið þið að það væri kannski nóg að búa til einn svona, ég gæti kannski sett inn í hann svona spangól ? 

    Nei ég held ekki að það dugi

 

     

               Kveðja       

     KANINKA
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

aaaaahaha, þú mátt fá Golíat lánaðann í nokkara daga ef þú vilt, þegar ég fer til R-víkur þann 15 mars..í viku..þá getur þú gert það upp við þig hvort þú vilt eiga hund..Segir K.H ekki Arrrrrrrrrrrrrrrrrrrra...ekkert smá errrrrrrrrrmælt barnið...

alva (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:03

2 identicon

@ALVA jú hún segir einmitt svona 6-7 R

Halla B (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 09:30

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Anton minn á reglulega í mesta basli með að muna að ég er mamma hans... amk segir hann "Lena" þegar að hann tala við mig eða um mig...

En þegar að hann er áminntur þá segist hann bara víst muna að ég sé sko mamma hans... en ég heiti nú samt Lena... sem er víst rétt.

Rannveig Lena Gísladóttir, 22.2.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kaninka
Kaninka
Allt sem kona á góðum aldri getur verið  

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • Aqua1
  • 20050407222417 0.gif
  • 5-703037
  • 6-703091
  • stjarna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband